Frumsýning á næsta leiti

fjolskyldan_1070607.jpgLeikfélagið Dalvíkur frumsýnir föstudaginn 25. mars næstkomandi leikverkið Heima hjá ömmu eftir bandaríska leikskáldið Neil Simon.

Sagan gerist í Yonkers, smábæ norðan við New York árið 1942. Amman, frú Kurnitz, er þýskur gyðingur sem rekur sælgætisverslun í bænum. Eldri sonur hennar, Eddi, er komin í heimsókn með tvö stálpaða syni sína. Hann hefur nýlega misst eiginkonu sína og hefur steypt sér í miklar skuldir vegna hjúkrunar á henni. Hann er kominn í hendur okrara og sér aðeins eina leið út úr ógöngunum - að taka við starfi sem felst í löngum og ströngum ferðalögum þvert og endilangt yfir Bandaríkin. Drengjunum er því komið í fóstur hjá ömmu. Heimilishald gömlu konunnar er í föstum skorðum. Yngsta dóttir hennar, Bella, breytir þar engu um, þó að hún sé þroskaheft og lendi í ýmsu. Ekki heldur yngri sonurinn, Louie, sem vinnur hjá mafíunni. Þaðan af síður dóttirin Gerda. Allir eru lafhræddir við ömmu, sem stjórnar öllu með harðri hendi.

Leikurinn lýsir því, hvernig til tekst með fóstur piltanna tveggja, hvernig vera þeirra á heimilinu breytir í raun þeim aðstæðum, sem ekkert virtist geta breytt.

Neil Simon fékk bæði Pulitzer- og Tony verðlaunin fyrir leikritið HEIMA HJÁ ÖMMU.

 

Um 23 manns koma að uppfærslunni með einum eða öðrum hætti. Með hlutverk í uppfærslunni fara þau Lovísa María Sigurgeirsdóttir, Arnar Símonarson, Dagur Atlason, Dagbjört Sigurpálsdóttir, Kristján Guðmundsson, Kristín Svava Hreiðardóttir og Árni Júlíusson.

Leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal.

Pétur Skarphéðinsson hannar ljós.

Sviðsvinna er í höndum Kristjáns Guðmundssonar og fleiri.

 

Áætlaðar eru 11 sýningar á verkinu. Sýnt er í Ungó.

Almennt miðaverð er kr. 2.000.- 10 ára og yngri greiða kr. 1.000.-

Eldri borgarar greiða kr. 1.500.- Tilboð fyrir hópa (10 manns og fleiri !) : kr. 1.500.-

 

Miðapantanir eru í síma Leikfélagsins 868 9706 milli 18:00 og 21:00. (Borghildur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband